Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Skotthúfan í Norska húsinu 30. júní

Í Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla er nú hafinn undirbúningur fyrir þjóðbúningahátíðina Skotthúfuna. Af því tilefni var þjóðbúningafræðsla á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands miðvikudaginn 6. júní. Gestum bauðst að koma með búninga til skoðunar til að kanna möguleika á lagfæringum og breytingum sem og að koma með búningasilfur , búninga og búningahluta og og fá um þá upplýsingar. Einnig var sýnd útsaumsaðferðin baldýring. Skotthúfan verður svo haldin á safninu 30. júní næstkomandi.

Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Snæfellinga- og Hnappdæla