Skötuselsréttur

Ég þakka stórvinkonu minni Helgu Sveinsdóttur fyrir þessa áskorun. Á aðventunni er gott að borða nóg af fiski áður en kjötveislan hefst. Ég er hér með uppskrift með skötusel sem bóndinn elskar. Það má einnig nota þorsk. Uppskriftina skrifaði ég fyrir mörgum árum síðan eftir bæklingi sem ég man ekki hver var. Þennan rétt höfum við hjónin eldað til hátíðarbrigða þar sem skötuselur telst í dag munaðarvara.

Skötuselsréttur

800 gr skötuselur
2 saxaðar paprikur
1 sneiddur blaðlaukur
2 saxaðar sellerístangir
150 gr rifinn ostur (Búri)
2 dl. muldar kartöfluflögur með papriku
2 1/2 dl. rjómi
4 msk hveiti
1 dl. ananassafi eða hvítvín
4 msk smjör
2 msk olifuolía
1-2 tsk tómatkraftur
1/4 tsk turmeric
1/4 tsk karrí
1 tsk italian seasoning
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1 fiskiteningur

Látið grænæmetið krauma í 2 msk. af smjöri þar til það verður meyrt. Bætið 1 msk. af hveiti út í ásamt ananassafa, rjóma, tómatkrafti og örlitlu af vatni ef sósan er of þykk. Kryddið með turmeric, karrýi, Italian seasoning og fiskteningunum. Látið krauma við vægan hita í nokkrar mín. og hrærið í af og til. Skerið Skötuselinn í u.þ.b. 4 cm þykkar sneiðar. Blandið saman 3 msk. af hveiti, 1 tsk af salti og 1/2 tsk af pipar. Hitið pönnuna og setjið 2 msk. af smjöri og 2 msk. af olíu. Veltið fiskinum upp úr hveitinu og steikið fiskin í 2-3 mín. á hvorri hlið. Hellið grænmetissósunni í smurt, eldfast fat og raðið fiskbitunum þar ofan á. Blandið saman rifna ostinum (Búra) og muldum kartöfluflögunum og stráið yfir fiskinn.
Bregðið undir glóð/ofn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Gott með salati og snittu- eða hvítlauksbrauði.
Ég skora á Hrefnu Garðarsdóttur að skila inn uppskrift í næsta blaði. Hún er meistarakokkur og eigum við þá von á góðu.

Elísabet Valdimarsdóttir