Stykkishólms-Pósturinn spjallaði við Bárð þjálfara  og aðra leikmenn og stuðningsmenn Snæfells eftir leikinn á móti Þór spurði hvernig mönnum litist á það að lenda á móti KR. 

Snæfell – KR

Stykkishólms-Pósturinn spjallaði við Bárð þjálfara  og aðra leikmenn og stuðningsmenn Snæfells eftir leikinn á móti Þór spurði hvernig mönnum litist á það að lenda á móti KR. 

Stykkishólms-Pósturinn spjallaði við Bárð þjálfara  og aðra leikmenn og stuðningsmenn Snæfells eftir leikinn á móti Þór spurði hvernig mönnum litist á það að lenda á móti KR. 

 

Jæja Bárður hvernig lýst þér á að fá KR inga í úrslitunum?

Ég er bara mjög sáttur að fá KR.  Þessi lið sem eru í átta liða úrslitunum eru öll mjög góð. 

Hefðirðu ekki heldur viljað fá Skallagrím?

Ég veit að Daði gjaldkeri hefði verið ánægður með það, því það gæfi meira í kassann.  En ég er mjög ánægður. Við erum búnir að sýna það í vetur að við getum unnið öll þessi lið.  Þó svo við höfum ekki unnið KR í deildinni í vetur, þá getum við vel unnið þá. 

 

Ef við tökum Þórsleikinn í leiðinni.  Var sigurinn auðveldur?

Já mér fannst hann mjög auðveldur.  Menn spiluðu afslappað og voru bara að njóta þess að spila.

Voru Þórsarnir þegar búnir að gefast upp?

Nei, ég veit það ekki.  En mér fannst þeir koma fullspenntir í leikinn.

Þá var komið að prinsinum sjálfum og gjaldkera, Daða Sigurþórssyni, að spá um komandi viðureign KR og Snæfells.

 

Hverju spáir Prinsinn?
Þetta verður eins og einn ágætur maður sagði,,easy” sigur.  Við tökum fyrri leikinn úti með svona 10 stigum og heimaleikinn með 15 stigum.  Förum svo í góða hvíld og tökum svo Keflavík í þremur leikjum 2-1.  Töpum fyrsta leiknum úti og tökum svo næstu tvo.   Þettar er ekkert flóknara en það.

 

Loks var það svo Jón Ólafur, betur þekktur sem ,,Nonni Mæju“ sem var fenginn til að tjá sig um komandi viðureign.  Og af því að hann var áberandi besti spámaðurinn af þeim félögum, þá var hann beðinn um að spá um hinar viðureignirnar í fyrstu umferð úrslitanna líka.

 

Jæja Nonni hvernig líst þér á baráttuna við KR?

Við ætlum okkur bara að taka þetta, það er ekki spurning.   En ég býst við mjög jafnri seríu. Allir leikirnir verða jafnir, en get ekki spáð um hvort þetta verður 2-0 eða 2-1 fyrir okkur. 

 

En hvað um hinar viðureignirnar í úrstlitunum.

Keflavík -Fjölnir?   Ég hef enga trú á öðru en að Keflavík taki það 2-0

Njarðvík- ÍR?   Pottþétt að Njarðvík tekur það 2-0

Skallagrímur – Grindavík?  Það verður jafnt.  En Skallagrímur er með heimaleikjaréttinn sem ætti að duga þeim því þeir eru það sterkir á heimavellinum.  Þori þó ekki að spá um það hvoru megin það lendir en það fer 2-1