Söfn og samstarf

Hugmyndin að samstarfsverkefninu VEÐrun og VIÐsnúningur var fyrst kynnt í ágúst 2012 á fundi safnstjóra Norska hússins – BSH og skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi. 

Upprunalega hugmyndin fólst í því að vinna með söfn sem námsvettvang og fara með nemendahóp í myndmenntavali tvisvar sinnum á hvert safn í bænum með viðeigandi undirbúningi og eftirfylgni. Gunnar Gunnarsson, myndmenntakennari, tók vel í samstarfið. 

Til stóð að heimsóknirnar yrðu þrjár fyrir jól og þrjár eftir jól eða tvær í hvert samt með ólíkum áherslum. Lagt var upp með að ljúka verkefninu með sýningu í Norska húsinu með afrakstri vinnunnar. Sú sýning er nýafstaðin og komu um 100 manns að skoða hana. Markmið verkefnisins var m.a. að skoða áhrif veðurs á ástand húsa, náttúruna og jafnvel manneskjuna og útfæra áhrifin í myndverk. Viðsnúningurinn var hugsaður sem breytt viðhorf til þess að læra á safni og nota söfn sem námsvettvang. Tíminn leiðir í ljós hvort þetta hafi tekist.

Hugmyndin að samstarfsverkefninu VEÐrun og VIÐsnúningur var fyrst kynnt í ágúst 2012 á fundi safnstjóra Norska hússins – BSH og skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi. 

Upprunalega hugmyndin fólst í því að vinna með söfn sem námsvettvang og fara með nemendahóp í myndmenntavali tvisvar sinnum á hvert safn í bænum með viðeigandi undirbúningi og eftirfylgni. Gunnar Gunnarsson, myndmenntakennari, tók vel í samstarfið. 

Til stóð að heimsóknirnar yrðu þrjár fyrir jól og þrjár eftir jól eða tvær í hvert samt með ólíkum áherslum. Lagt var upp með að ljúka verkefninu með sýningu í Norska húsinu með afrakstri vinnunnar. Sú sýning er nýafstaðin og komu um 100 manns að skoða hana. Markmið verkefnisins var m.a. að skoða áhrif veðurs á ástand húsa, náttúruna og jafnvel manneskjuna og útfæra áhrifin í myndverk. Viðsnúningurinn var hugsaður sem breytt viðhorf til þess að læra á safni og nota söfn sem námsvettvang. Tíminn leiðir í ljós hvort þetta hafi tekist.

 

Nám á safni getur haft mikil áhrif á þekkingu, skilning, og færni nemenda. Ekki er ólíklegt að afstaða og gildi til viðfangsefna safna breytist við það eitt að fá tækifæri til að vinna í þrívíðu og sjónrænu rými og upplifa á eigin forsendum. Ánægja, innblástur og sköpun geta leitt af sér nýjar hugmyndir og þekkingu. Söfn eru hluti af menningu hvers staðar og mikilvægt að nemendur fái að kynnast þeim vel og verða læs á sín eigin söfn. 

 

Aðferðir við að læra á safni eru þó ekki bundnar við hina hefðbundnu leiðsögn heldur er leitast við að virkja nemendur sem mest til þátttöku í öllu ferlinu. Safnfræðsla (museum learning) er ekki ósvipuð aðferðum útikennslu, grenndarkennslu og öðru vettvangsnámi en reynir á alla aðila í samvinnunni – nemendur, kennara, stofnanir. Þegar vel tekst til getur safnfræðsla dýpkað skilning, breytt sjálfsmynd og gert samstarf skóla og safna mun virkara og skemmtilegra en í hinni hefðbundnu nálgun að nemendur taki við upplýsingum. Þetta er tímafrek aðferð eins og allar lýðræðislegar aðferðir en afskaplega gefandi fyrir alla ef vel tekst til. Það tekur tíma að breyta hugarfari og hugmyndum. Þetta verkefni er fyrsta skref – hænuskref – í átt að bættu samstarf i skóla og safna á svæðinu. 

 

Starfendarannsókn (action research) í var unnin af Elínu Bergmann Kristinsdóttur í tengslum við verkefnið. Rannsóknin var hluti af námi hennar í heiltækri forystu. Elín velti upp spurningunni „Hefur safn[a]kennsla jákvæð áhrif á nemendur“? Niðurstaða hennar var sú að áhrif safnheimsókna á viðhorf nemenda reyndust jákvæð þó vissulega megi rannsaka þetta nánar og í víðtækara samhengi.

 

Nemendum og kennurum sem tóku þátt í verkefninu og gestum sem komu og skoðuðu sýninguna er þakkað fyrir gott samstarf. 

 

AlmaDís Kristinsdóttir – kennari og safnstjóri Norska hússins-BSH

 

 

Nemendur: 

Ágúst Nils Einarsson Strand – 8. bekk

Camilla Rós Þrastardóttir – 9. bekk

Diljá Nanna Guðmundsdóttir – 8. bekk

Eyþór Arnar Alfreðsson – 10. bekk

Hermann Örn Sigurðarson – 9. bekk

Hinrik Þór Þórisson – 10. bekk

Ingvar Örn Kristjánsson – 10. bekk

Ísól Lilja Róbertsdóttir – 8. bekk

Jóhanna Kristín Hjaltalín – 8. bekk

Jón Grétar Benjamínsson – 8. bekk

Klara Sól Sigurðardóttir – 9. bekk

Kristrós Erla Bergmann Baldursdóttir – 8. bekk

María Rún Halldórsdóttir – 8. bekk

Marteinn Óli Þorgrímsson – 10. bekk

Thelma Sól Hörpudóttir – 8. bekk