Sögustund með kanadískri sagnakonu af íslenskum ættum

Kanadíska sagnakonan Karen Gummo, hefur brennandi áhuga á sögu íslenskra forfeðra sinna og hefur í mörg ár safnað fjölskyldusögum, söngvum og þjóðsögum sem tengjast Íslandi. Nú er hún komin í langþráða ferð til Íslands og verður með sögustund í Sögustofu Inga Hans, í Grundarfirði, þar sem hún leyfir viðstöddum að njóta þess sem hún er búin að safna.
Sögustundin, sem kallast „Í fótspor íslenskra forfeðra“, verður sunnudaginn 31. maí, kl. 20 og fer fram á ensku. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og er boðið upp á molasopa.
Það er fátt sem jafnast á við það að heyra góðar sögur sem eru sagðar af snilld og því bíða margir spenntir eftir sögustundinni með Karen Gummo.
Nánari upplýsingar er að finna á www.ildi.is.