Sönghópur á ferð

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði verður í söng- og skemmtiferð á Snæfellsnesi dagana 25. og 26. maí nk.

Sönghópurinn syngur í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. maí kl. 16.00.  Á sunnudeginum verður farin skoðunarferð um Snæfellsnesið og væntanlega komið við á dvalar- og hjúkrunaruheimilinu Jaðri í Ólafsvík þar sem sungið verður fyrir heimilisfólk.

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði verður í söng- og skemmtiferð á Snæfellsnesi dagana 25. og 26. maí nk.

Sönghópurinn syngur í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. maí kl. 16.00.  Á sunnudeginum verður farin skoðunarferð um Snæfellsnesið og væntanlega komið við á dvalar- og hjúkrunaruheimilinu Jaðri í Ólafsvík þar sem sungið verður fyrir heimilisfólk.

Söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Á söngskránni eru sextán lög íslensk og erlend.

Söngfélagar hafa verið um 40 á þessu starfsári og einsöngvarar eru Skúli Jóhannsson og Þorbergur Skagfjörð Jósefsson. Á harmóníku leikur Hermann Jónsson.                                (Fréttatilkynning)