Speltvefjur

13315528_10208091112774567_1270329701834875356_nTakk fyrir áskorunina Halldóra Kristín!

Ég ætla að deila með ykkur uppkrift af speltvefjum. Í einni uppskift eru nokkrar vefjur, geymi ég þær alltaf í frysti og svo kippi ég einni út þegar mig langar í eitthvað fljótlegt en gott.
Það er misjafnt hvað ég set á vefjuna, það fer einfaldlega eftir því hvað er til í ískápnum. Dæmi um það sem hægt er að nota er salsasósa, gróft sinnep, hummus, grænmeti(spínat, sveppir, parika, gulrætur, avakadó), camembert. Einfaldlega bara það sem þig langar í í það skiptið.

Innihald:
5 dl. spelt
2 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ólífuolía
150 – 175 ml. heitt vatn

Aðferð:
Allt hráefnið er sett í hrærivélarskál og hrært saman. Ef deigið er of þurrt má bæta meira vatni við. Deiginu skipt í 8 hluta sem eru flattir þunnt út (ca. 20-25 sm. í þvermál). Athugið að best er að fletja þá út jafnóðum og þeir eru bakaðir. Kökurnar bakaðar á vel heitri pönnu í um eina mínútu á hvorri hlið og settar inn í rakt viskastykki til að þær harðni ekki.

Að lokum vil ég skora á ömmu mína meistarakokkinn hana Birnu P.

Kveðja, Silja Katrín.