Spennandi vetur hjá yngri flokkum Snæfells

Nú er að hefjast nýtt tímabil í körfunni og æfingar hjá yngriflokkum byrjaðar. Miklar breytingar hafa verið undanfarnar vikur hjá okkur bæði í yfirþjálfarastöðu sem og hjá þjálfurum. Undanfarin ár hefur Ingi Þór Steinþórsson verið yfirþjálfari yngriflokka Snæfells. Í sumar tók hann við starfi sem aðalþjálfari mfl.kk hjá KR.

Ég vil þakka Inga Þór fyrir hið mikla starf hjá Snæfell og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

VIð starfi hans sem yfirþjálfari var ráðinn til Snæfells Vladimir Ivankovic frá Króatíu. Vladimir er með gríðarlega reynslu sem þjálfari um alla Evrópu hvort sem það er með félagslið eða landsliði og einnig er hann með mikla reynslu af yngriflokka þjálfun.

Vladimir sér einnig um að þjálfa tvo yngriflokka sem og aðalfþjálfari mfl.kk og aðstoðarþj. mfl.kvk.

Ég skal viðurkenna að nokkuð erfiðlega gekk að finna þjálfara í alla þá flokka sem æfa í vetur en stjórnin er ánægð með þá lendingu sem til tókst.

1-4.bekkur æfir saman, strákar og stelpur. Kristen kemur til með að þjálfa þá krakka. Nýjung varð þegar farið var í samstarf með GSS um að krakkar í 10.bekk geta valið að vera Kristen til aðstoðar á æfingum. Kristen er öllum vel kunnug og er hún mjög vinsæl hjá krökkunum sem og fullorðna fólkinu.

5-6.bekk strákar þar ætlar Gísli Pálsson að þjálfa. Gísli hefur verið þjálfari hjá okkur undanfarin ár með góðum árangri.

Í lok síðasta tímabils kom Aníta Bergþórsdóttir gríðarlega sterk inn og ætlar hún að halda áfram með stelpurnar í 5-6.bekk.

Með 7-8-9.bekk stelpur sér nýr liðsmaður mfl.kvk, Katarina, um þjálfun. Katarína kemur einnig frá Króatíu þar sem hún hefur leikið m.a. með Króatíska landsliðinu sem og félagsliði sem Vladimir hefur þjálfað.

Með 7-8-9. bekk stráka sér Darrel Flake um þjálfun. Þeir sem þekkja til íslenska körfuboltans þekkja þann mæta mann vel. Flake hefur verið hér á Íslandi í mörg ár sem leikmaður með góðum árangri.

Þá ætlar Kristen einnig að þjálfa 10.fl kvk, en hún gerði það einnig í fyrra. Og að lokum þá verður Vladimir með 10.fl kk og drengjaflokk.

Veturinn leggst vel í okkur og er mikil tilhlökkun. Þeir flokkar sem ég nefni hér að ofan verða allir sendir á íslandsmót, en nýjung hjá okkur verður að senda 5-6.bekk á íslandsmót, er það gert til að finna fyrir krakkana verkefni.

Eins og oft í byrjun þá eru krakkarnir að læra inn á nýja þjálfara sem og að muna eftir æfingum en þetta er allt eðlilegt og verða þau fljót að aðlagast.

Við skorum á alla foreldra og forráðamenn að koma í íþróttahúsið þegar krakkarnir etja kappi við önnur lið.

Ég boða hér einnig til fundar/kynningar í GSS fyrir foreldra/forráðamenn, miðvikudaginn 26.sept. kl. 19:30. Þar mun stjórn yngriflokka Snæfells kynna fyrir ykkur veturinn og þau yngriflokkamót (1-5.bekk) sem þau fara á.

Með þökk, Jón Þór Eyþórsson, formaður yngri- unglingaflokksráð Snæfells, körfubolta