Starf á sjúkradeild HVE í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi óskar eftir almennum starfsmanni til að vinna á næturvöktum frá 1. febrúar 2015. Um er að ræða 60% starf sem felst í umönnun og almennum störfum á sjúkradeildinni. Unnið er aðra hverja helgi.

Hæfniskröfur
Góð íslenskukunnátta
Jákvæðni og góð samskiptahæfni
Snyrtimennska og stundvísi

Umsóknarfrestur er til 26. janúar.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhidlur Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í sími 432-1220 eða 663-4480. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu HVE og senda þarf umsóknir á netfangið hrafnhildur.jonsdottir@hve.is