Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Sumar- dagurinn fyrsti


Eins og glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir hafa staðið yfir framkvæmdir við Aðalgötu 20 hér í bæ.
Ný hurð og gluggar, skjólveggur og stétt fagna sumri með þeim sem um götuna fara. Við Aðalgötu 20 eru til húsa Leir7, sem leggur áherslu á nýtingu á leir úr Fagradal. Sigríður Erla Guðmundsdóttir vinnur úr leirnum ýmsa muni sem henta mat og drykk.

Lára Gunnarsdóttir á og rekur Smávini og vinnur með íslenskt birki. Fuglar og aðrir smávinir eru hennar viðfangsefni. Í tilefni sumarkomunnar ætla Leir 7 og Smávinir að sýna Villiblómavasa sem unnir eru úr leir og tré.

STYKKISHÓLMUR SLOWLY mun opna þennan dag í nýjum húsakynnum að Aðalgötu 20.
Theódóra Matthíasdóttir og María Jónasdóttir reka lítið kaffihús og litla ferðaþjónustu sem ber þetta nafn. Opið er frá kl. 14 – 17
Verið velkomin.

GLEÐILEGT SUMAR!

Fréttatilkynning