Sumarbingó á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

unknownÞann 2. júlí síðastliðinn var spilað bingó á dvalarheimilinu og var þátttaka mjög góð. Bingóstjóri var Ásta Björk Friðjónsdóttir sem hefur séð um félagsstarfið hjá okkur í sumar við mjög góðan orðstír. Hún er einnig okkar yngsti starfsmaður, 15 ára gömul.
Leitað var til fyrirtækja hér í bæ eftir vinningum og var það auðsótt mál.
Eftirtaldir aðilar gáfu vinninga:
Anka, Arion banki, Ásbyrgi, Bókaverzlun Breiðafjarðar, Finsens fish & chips, Hárstofan, Heimahornið, Ískofinn, Lára Gunnarsdóttir listakona, Lyfja, Narfeyrarstofa, Nesbrauð, Norska húsið, Plássið, Sjávarpakkhúsið, Skipavík, Sæferðir og Sælkerahúsið.
Þessum aðilum sendum við okkar bestu þakkir, þessar gjafir glöddu.
Sendum okkar bestu kveðjur til Stykkishólmsbúa.
Íbúar og starfsfólk á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi