Sumarlestur 2018

Sumarlestur Amtsbókasafnins í Stykkishólmi stendur frá 1. júní til 1. september.
Sumarlestrarátakinu er ætlað að hvetja börn til að lesa sér til ánægju í sumarfríinu og halda þar með við og efla þá lestrarfærni sem þau hafa tileinkað sér í skólanum. Átakið er tvískipt. Annarsvegar fá allir sem taka þátt sérstakt bókamerki. Þátttakendur lesa bók að eigin vali, eftir sinni getu og áhugasviði. Fyrir hverja lesna bók fá þátttakendur stimpil. Þegar búið er að fylla bókamerkið af stimplum fá lesendur smá glaðning. Hinsvegar er bókaormakeppnin. Til að taka þátt í henni þarf að fylla út miða á bókasafninu fyrir hverja lesna bók og hengja hann upp á vegg. Aðra hverja viku verður heppinn lesandi dreginn út og fær smá glaðning.
Á Bókasafnsdeginum 7. september verður uppskeruhátíð Sumarlestrarins þar sem við fögnum góðu lestrarsumri saman auk þess sem þeir sem hafa lesið flestar bækur í sínum aldurshópi fá sérstök verðlaun.

Afgreiðslutími bókasafnsins verður óbreyttur í sumar.
Mánudagar: 14:00-18:00.
Þriðjudagar – fimmtudagar: 14:00-17:00.
Föstudagar: Lokað.

Sjáumst hress á bókasafninu!

Nanna