Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Sumarlesturinn í fullum gangi

Fjöldi ungra lestrarhesta er að taka þátt í sumarlestri Amtsbókasafnsins í ár. Fyrir hverja lesna bók fer nafn þeirra í lukkupott. Nú þegar hafa tveir vinningshafar verið dregnir úr pottinum. Næstu tvo mánuði verða fjórir dregnir út til viðbótar svo það er alls ekki of seint að taka þátt í sumarlestrinum. Auk þess að hafa möguleika á að vera dregnir úr lukkupottinum fá ungir lesendur stimpil á sérstakt bókamerki fyrir hverja lesna bók. Eftir fjórar lesnar bækur fá allir smá glaðning. Í lok sumars verður uppskeruhátíð þar sem afkastamestu lesendurnir verða verðlaunaðir.

Það er mikilvægt að hvetja unga lesendur til að lesa í sumarfríinu svo að þeir haldi við þeirri færni sem þeir hafa tileinkað sér í skólanum. Það hefur sýnti sig að lesandi fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar til að efla lestraráhuga barna. Ég hvet því afa og ömmur, pabba og mömmur og aðra til að vera góðar fyrirmyndir, finna sér skemmtilegt lesefni og lesa í sumar.

Sjáumst á bókasafninu!

Nanna Guðmundsdóttir
Forstöðumaður
Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi