Svar við bréfi Erlu

 

Í síðasta tölublaði Stykkishólmspóstsins ritar Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstóri í Stykkishólmi, mér opið bréf með spurningum, sem mér er ljúft og skylt að svara að því leiti sem þær snúa að mér og mínu ráðuneyti. Einkanlega tel ég það mikilvægt þar sem í greinininni gætir nokkurs misskilnings um megininntak greinar minnar í Stykkishólmspóstinum 11.04. s.l. 

Mikilvægast sýnist mér að leiðrétta þá sérkennilegu ályktun Erlu að ummæli um snautlegan húsakost Dvalarheimilis aldraða hafi með einhverjum hætti verið gagnrýni á þá góðu þjónustu sem þar hefur verið veitt af starfsfólki um árabil. Ég raunar átta mig ekki á því hvernig unnt er að hrasa að slíkri ályktun, enda vita íbúar og starfsmenn Dvalarheimilisins sjálfsagt öðrum fremur að þeir veggir sem ramma inn starfsemi stofnunarinnar hafa ekki forspárgildi um gæði hennar. Fjarri lagi.

 

Í síðasta tölublaði Stykkishólmspóstsins ritar Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstóri í Stykkishólmi, mér opið bréf með spurningum, sem mér er ljúft og skylt að svara að því leiti sem þær snúa að mér og mínu ráðuneyti. Einkanlega tel ég það mikilvægt þar sem í greinininni gætir nokkurs misskilnings um megininntak greinar minnar í Stykkishólmspóstinum 11.04. s.l.

Mikilvægast sýnist mér að leiðrétta þá sérkennilegu ályktun Erlu að ummæli um snautlegan húsakost Dvalarheimilis aldraða hafi með einhverjum hætti verið gagnrýni á þá góðu þjónustu sem þar hefur verið veitt af starfsfólki um árabil. Ég raunar átta mig ekki á því hvernig unnt er að hrasa að slíkri ályktun, enda vita íbúar og starfsmenn Dvalarheimilisins sjálfsagt öðrum fremur að þeir veggir sem ramma inn starfsemi stofnunarinnar hafa ekki forspárgildi um gæði hennar. Fjarri lagi.

Rétt er að leiðrétta strax að ekki er rétt að framkvæmdin sé ekki á fjárlögum ársins 2013. Hið rétta er að verkið er á fjárlögum ársins 2013 undir stofnkostnaðarlið Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (08-700). Auk þess gerir velferðarráðuneytið ráð fyrir framlögum af eigin fjárlagaliðum til verksins ár. Velferðarráðuneytið hefur í samræmi við vinnulag gert tillögu um framlag næsta árs (2014), alls 354 mkr., eins og ég rakti í áðurnefndri grein minni. Ráðuneytið mun svo gera tillögur að framlagi á ári hverju eftir því sem verkinu vindur fram í samræmi við áætlanir, enda samþykkir alþingi einungis fjárlög til eins árs í senn, eins og kunnugt er.

Erla beinir nokkrum spurningum til mín en þar sem þær virðast einnig byggjast á misskilningi um feril mála hjá hinu opinbera tel ég rétt að rifja upp efni viljayfirlýsingar sem undirrituð var í Stykkishólmi í júlí síðastliðnum og unnið er eftir með þetta mikilvægaverkefni, en þar segir m.a. „Þegar aðalteikningar liggja fyrir verður leitað samþykkis byggingaryfirvalda í Stykkishólmi á framkvæmdinni og heimildar fjármálaráðuneytis – Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir – til fullnaðarhönnunar og vinnslu útboðsgagna. Þegar þau gögn liggja fyrir verður leitað heimildar fjármálaráðuneytis og Stykkishólmsbæjar til útboðs. Stefnt er að því að hraða þessari framkvæmt eftir því sem kostur er.“

Byggingaryfirvöld í Stykkishólmi hafa nú samþykkt framkvæmdina og heimild fjármálaráðuneytisins (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og fjármálaráðherra) til fullnaðarhönnunar á grundvelli framlagðrar áætlunar um framkvæmdina í heild liggur sömuleiðis fyrir. Þegar fullnaðarhönnun er lokið mun liggja fyrir nákvæm kostnaðaráætlun, en drög að henni hafa þegar verið kynnt aðilum máls sem og áætlun um kostnaðarskiptingu. Ljúka verður fullnaðarhönnun til að unnt sé að ganga frá samningum um kostnaðarskiptingu og öðrum samningum milli ríkissjóðs og sveitarfélags. Þá er rétt að árétta að Framkvæmdasjóður aldraðra samþykkir ekki framlög til verkefna heldur gerir tillögu um þau til velferðarráðherra en umsóknaraðilinn, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, heyrir undir ráðuneyti hans. Gert er ráð fyrir að að FA standi straum af 40% kostnaðar við hjúkrunarheimilið skv. venju og verður sótt um það framlag skv. áætlun um fjármögnun verkefnisins og samþykktri áætlun. Gert er ráð fyrir hefðbundnu hlutfalli framlags sveitarfélagsins til hjúkrunarheimilisins, 15%, en 45% koma úr ríkissjóði sem og allur annar framkvæmdakostnaður við sjálft sjúkrahúsið.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur nú staðið um nokkra hríð en hefur miðað mjög vel miðað við önnur sambærileg verkefni. Það þakka ég góðu samstarfi stjórnenda og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, bæjarstjórn Stykkishólms og velferðarráðuneytisins. Allar framkvæmdir sem hið opinbera ræðst í eru háðar árlegu samþykki alþingis fyrir þeim fjármunum sem ætlaðir eru til verksins. Því hefur sá þverpólitíski stuðningur sem verið hefur við verkefnið og birtist m.a. í einróma afgreiðslu fjárlaganefndar alþingis á málinu verið því ómetanlegur. Allir, sama hvar í pólitísku þrasi þeir standa, sem láta sér annt um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi og aðbúnað eldri borgara þurfa að tryggja áframhaldandi samstöðu um framgang verkefnisins.

                                                                                                          Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars,
                                                                                                         Guðbjartur Hannesson