Svunturnar af

Á  síðustu helgi  fóru  30 konur  í húsmæðraorlof til Reykjavíkur 

Að þessu sinni voru það konur úr  Stykkishólmi, Helgafellssveit, Eyja og Miklaholtshreppi og Grundarfirði  sem fóru saman í ferðina .

Á  síðustu helgi  fóru  30 konur  í húsmæðraorlof til Reykjavíkur 

Að þessu sinni voru það konur úr  Stykkishólmi, Helgafellssveit, Eyja og Miklaholtshreppi og Grundarfirði  sem fóru saman í ferðina .

Annað hvert ár eiga konur kost á þessari upplyftingu,  næst eru það konur frá Ólafsvík  og Hellissandi þannig að eftir fjögur ár kemur að okkur aftur…

Laugardaginn 13. október var lagt af stað til Reykjavíkur með fríðan hóp kátra kvenna  sem tóku af sér svuntuna til að hvíla sig á húsverkunum eina helgi..

Verðrið var  ekki uppá það besta í byrjun en það hafði engin áhrif á hópinn.

 

Karlarnir tóku þessu vel þó þeir sætu heima og sendu tveir þeirra okkur vísur, annar þeirra sendi reyndar líka konuna sína…

Af sér svuntu svipta fljótt

svifaseinar varla

ætla dvelja yfir nótt

– ekki fyrir  karla.

 

Stelpurnar glaðværar streyma brátt héðan

Í skyrtum að ofan og pilsum að neðan

Því má ekki gleyma

Að strákarnir heima

Halda geðveikt, brjálað partý á meðan

 

 

Ekki er að orðlengja að heim komu þær allar heilu og höldnu  eftir að hafa farið í gallerí, leikhús,  dansiball,  kvöldverð,  hádegisveislu, sveitamarkað og kolaport.

 

 

                                                                      Góð ferð – kærar þakkir

 

                                                                          Hulda og Þórhildur

[mynd][mynd]