Sýning í Grunnskólanum Stykkishólmi

Laugardaginn 1. desember næstkomandi verður opinn dagur í Grunnskólanum í Stykkishólmi frá kl. 11:00 – 14:00. Fyrir um ári síðan var ákveðið að taka þátt í verkefni sem Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður í Norska húsinu hafði forgöngu um og sótti hún um styrk sem fékkst. Það má lesa allt um það á þessari slóð: https://www.fullveldi1918.is/. Í skólanum verðum við með þrjá uppbrotsdaga þar sem nemendur munu vinna með Ísland þá og nú þar sem árin 1918 og 2018 eru borin saman. Afraksturinn verður svo til sýnis fyrrnefndan dag. Foreldrum og forráðamönnum er bent á að þessi dagur er einn af 180 skóladögum nemenda og því reiknum við með að allir komi í lengri eða skemmri tíma á sýninguna. Það er vissulega óvenjulegt að hafa skóladag á laugardegi en þótti okkur tilefnið ærið. Þeir sem komast ekki er bent á að sækja um leyfi hjá skólaritara. 9. bekkur verður með vöfflusölu í matsalnum til styrktar skíðaferð.

Allir hjartanlega velkomnir