Miðvikudagur , 19. desember 2018

Sýning um sýningar

Einar Falur Ingólfsson
Einar Falur Ingólfsson

Ný er að ljúka sýningum sumarsin í Leir 7, „ Matur er manns gaman“. Fjölbreyttur hópur hönnuða og myndlistarmanna stóðu að sýningunum sem allar tóku mið af mat og umhverfi hans. Allir sýnendurnir vinna verk sín með eigin höndum úr því efni sem þeir þekkja vel.

 

Næstkomandi laugardag opnar Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari sjöundu sýninguna í sýningarröðinni, sem ber yfirskriftina „Sýning um sýningar“.  Myndirnar hans fjalla um undangengnar sýningar eins og þær koma honum fyrir sjónir.

 

Einar Falur hefur haldið á annan tug einkasýninga, hér á landi og erlendis, og tekið þátt í fjölda samsýninga. Þá hefur hann sett saman sýningar fyrir söfn og sýningarstaði á Íslandi og meginlandi Evrópu, og er höfundur nokkurra bóka; Sögustaðir – Í fótspor W..G. Collingwoods var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hann er með BA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu frá School of Viusal Arts í New York.

Einar Falur hefur unnið fyrir Morgunblaðið, á einn eða annan hátt, í á fjórða áratug. Hann er nú umsjónarmaður menningarefnis í blaðinu.