Miðvikudagur , 19. desember 2018

Sýnum nú dug, djörfung og hug

Opið bréf til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Ástæða þessa bréfs er alvarlega staða og óvissa um starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa hér í bæ. Það eru meira 10 ár síðan að störfin komu hingað ásamt fleiri ríkisstörfum sem var fagnaðarefni og liður í að styrkja búsetu hér í bæ. Starfsemi RNS hefur gengið vel í Hólminum og skapað sér traust varðandi rannsókn sjóslysa og tillögur um úrbætur til að minnka slysatíðni á sjó. RNS er gott dæmi um starf sem á rétt á sér úti á landsbyggðinni og hafa starfsmenn og stjórn RNS sannað það. 

Opið bréf til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Ástæða þessa bréfs er alvarlega staða og óvissa um starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa hér í bæ. Það eru meira 10 ár síðan að störfin komu hingað ásamt fleiri ríkisstörfum sem var fagnaðarefni og liður í að styrkja búsetu hér í bæ. Starfsemi RNS hefur gengið vel í Hólminum og skapað sér traust varðandi rannsókn sjóslysa og tillögur um úrbætur til að minnka slysatíðni á sjó. RNS er gott dæmi um starf sem á rétt á sér úti á landsbyggðinni og hafa starfsmenn og stjórn RNS sannað það. S.l. fimmtudag voru samþykkt lög á alþingi um Rannsókn s a m g ö n g u s l y s a . Þar kveður á um sameiningu rannsóknanefnda slysa á einn stað í höfuðborginni. Ekki verður séð að hagræðing eða sparnaður ráði hér för. Lögin taka gildi 1. Júní og næsta verk verður að segja upp leigusamningi á flugvellinum og færa störfin suður og bjóða Jón Ingólfs og Guðmund Lár velkomna til Reykjavíkur. Ég vissi ekki fyrr en nú hversu langt málið er komið, því það hefur verið svo lítið í umræðunni. Hér er um ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Stykkishólm og samfélagið. Að taka héðan tvö góð störf samsvarar 200 störfum á höfuðborgarsvæðinu og það yrði tekið eftir því ef svo færi í Reykjavík. Það er auðveldara að verja störf sem eru til staðar, en að skapa eða fá ný störf. Það er merkileg tilhneiging stjórnvalda að færa æ fleiri störf til höfuðborgarinnar og auka miðstýringuna, eins og höfuðborgarsegullinn sé ekki nægilega sterkur fyrir. Landsbyggðin er greinilega í mikilli vörn. Nýsamþykktum lögum verður því miður ekki breytt. En það verður að krefjast þess að starfstöðin með þetta málefni starfi hér áfram. Hér er allt til staðar, starfsmenn, ódýrt húsnæði og tæki. Það er ekkert sem ætti að útiloka það. Bæjarstjórn verður að vera i forystu og berjast með kjafti og klóm til að tryggja áframhaldandi starfsemi. Það hefur enginn annar sama afl og bæjarstjórn gagnvart ríkisvaldinu. Við verðum að láta í okkur heyra og og sjá til þess að störfin verði ekki tekin frá okkur þegjandi og hljóðalaust. Mér þykir vænt um bæinn minn og vil sjá hér uppgang, blómstrandi mannlíf og gott og fjölbreytt atvinnulíf. Við verðum að standa vaktina. Það hefur verið langur aðdragandi í þessu máli. Á síðasta bæjarráðsfundi var lögð fram fyrirspurn hvað hafi verið gert til að sporna við því að sljóslysanefnd fari úr bænum og þau tvö störf sem henni fylgja. Ég vil taka undur þessa fyrirspurn og fá svör strax, ekki bíða svars til næsta fundar eftir mánuð eða svo. Það er of seint, enda ætti ekki að taka langan tíma til svara. Þá vil ég einnig vita hvort starfsmenn ráðuneytisins sem undirbjuggu frumvarpið, sem nú eru orðin að lögum, hafi haft samband eða samráð við bæjaryfiirvöld við vinnslu laganna eins og mér skilst að þau eigi að gera? Boða á bæjarstjórn strax á aukafund og ræða stöðuna sem upp er komin varðandi starfsemina upp á flugvelli. Það verður að heyrast frá okkur með öllum tiltækum ráðum til að tryggja störfin heima – tíminn er að hlaupa frá okkur. Við viljum hafa Jón Ingólfs, Guðmund Lár og fjölskyldur áfram hjá okkur. Sýnum samstöðu og ákveðni. Leyfið bæjarbúum að fylgjast með.

Með kveðju, Gunnlaugur Auðunn Árnason