Systur þakka fyrir sig

Kæru vinir.

Okkur systurnar langar að deila fréttum með ykkur. Við erum fluttar á Austurgötu 9. Þau voru mörg sem hjálpuðu okkur að færa dót og undirbúa allt í nýju húsi og litla kapellu. Takk hjartanlega fyrir hjálpina.
Ég er nýbúin að klára námskeið í Háskóla Íslands „Íslenska sem annað mál“ og þökk sé Guði og ykkur náði ég öllum prófum. Ég er sérstaklega þakklát af því að margt fólk hjálpaði mér að læra fyrir prófin með því að æfa með mér og leiðrétta mig.
10. maí fermdust tvær stelpur í kapellunni: Theódóra Björk Ægisdóttir og Aleksandra Wies. Á uppstigningadag fóru tveir 9 ára strákar, einn frá Grundafirði og einn frá Hellisandi, í fyrsta skipti til altaris að meðtaka altarissakramentið.
Ég bið ykkur að biðja fyrir mér af því að 14. september í Bandaríkjunum ætla ég að sverja lokaheiti mitt um hreinlífi, fátækt og hlýðni til þess að fylgja Jesú mjög samviskusamlega.
Það er alltaf nóg að gera og það vantar fleiri systur hér í Stykkishólmi. Við biðjum ykkur að biðja sérstaklega að fleiri systur geti komið til Stykkishólms.
Í dag verður síðasti oratorium kl. 16 eins og alltaf.
Á morgun verður síðasta unglingaoratorium „Nonni“ kl 7.
Við byrjum aftur með venjulegt starf í september.
Við lofum að biðja fyrir hvern og einn.

Með kveðju
Systir Porta Coeli,