Takk fyrir heilsuvikuna!

Mig langaði að þakka þeim sem stóðu að heilsuvikunni í sl. viku kærlega fyrir frábært framtak.  Allt iðaði af lífi í bænum, allskyns uppákomur, tilboð og fleira sem var að flestu leyti vel sótt.

Mig langaði að þakka þeim sem stóðu að heilsuvikunni í sl. viku kærlega fyrir frábært framtak.  Allt iðaði af lífi í bænum, allskyns uppákomur, tilboð og fleira sem var að flestu leyti vel sótt.

Við í skólanum komum saman á sal (Helgafellsálmu) í fyrsta tíma og sungum og hlustuðum á fróðleg erindi frá ýmsum sérfræðingum, fyrrverandi nemendum, starfsmönnum skólans og fleiri snillingum.  Þó að þröngt væri á mannskapnum gat ég ekki betur séð en allir skemmtu sér hið besta.  Einnig fluttu ýmsir fræðingar fyrirlestra inn í kennslustundum fyrir yngri og eldri nemendur í smærri hópum.  Bekkirnir gerðu líka ýmislegt sér til yndisauka t.d. að hlaupa í kringum skólann daglega, fara í plankakeppni, fara í jóga, fara út í hina ýmsu leiki og fleira.  Það var nánast skylda að koma gangandi, hjólandi eða hlaupandi í skólann bæði hjá nemendum og starfsfólki og stóðu flestir sig vel í því en nokkrir hafa þó gildar afsakanir fyrir því að koma á fjórum hjólum eins og t.d. Helgfellingurinn Viktor Brimir! 

Krakkarnir í 6. bekk héldu ræður um það hvað þeim hefði þótt skemmtilegast í heilsuvikunni, hvort þau hefðu lært eitthvað nýtt osfrv. og þá kom ýmislegt í ljós.  Mörgum fannst skemmtilegast að hlaupa í kringum skólann, öðrum að fara í jóga og enn öðrum fannst stundirnar á sal skemmtilegastar.  Einhverjir nefndu að þeir hefðu lært að lesa utan á matvælaumbúðir og  fræðast um hvað er í fæðunni, sumir lærðu að bjóða góðan dag (hátt og skýrt!), búa til heilsuboost og margir settu sér markmið um að fara í nammibindindi, hætta að drekka gos og pæla meira í því hvað þeir láta inn fyrir varir sínar.  Einnig lofuðu margir að taka betur á á æfingum, svo nú geta þjálfararnir farið að fylgjast betur með því! 

6. bekkur  hljóp samtals 50.540 km þessa viku í myrkri! 

Frábær hvatning fyrir þá sem vilja hefja átak að hafa frítt í sund, ræktina  og metabolic og held ég að fólk hafi verið duglegt að nýta sér það.  

Þetta var mjög góður tími til að halda svona heilsuviku, reyndar var veðrið eins og að vorlagi sem spillti ekki fyrir en ég vona að þetta sé framtak sem við munum endurtaka á næstu árum og skipi sér sess í lífi Hólmara.  Enn og aftur, takk fyrir hvatninguna, ég nýtti mér hana mjög vel!

Helga Sveinsdóttir