Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Takk fyrir okkur Sæferðir

Þriðjudaginn 23. maí s.l. buðu þau á Sæferðum okkur í Ásbyrgi ásamt fólkinu á Dvalarheimilinu í siglingu með Eyjaferðabátnum Særúnu. Ferðin var frábær og allir glaðir með hana og þjónustuna sem við fengum um borð. Undirrituð skammaðist sín þó pínulítið fyrir að þekkja ekki nægilega vel til eyjanna á Beiðarfirði sem ég hef búið við hliðina á næstum alla mína ævi. En Sigmar Logi Hinriksson stýrimaður bætti það allt saman upp með flottri og skemmtilegri frásögn sem gerði okkur fróðari um Breiðarfjörðinn, bæði ofan sjávar og neðan, líkt og hann komst að orði, að ferð lokinni.

Sem Hólmari um borð í Særúnu en ekki ferðamaður fannst mér gaman að upplifa nærumhverfið út frá sjónarhorni sem ekki er í boði dagsdaglega þar sem ég og við öll nutum þess vel allan tímann.

Sjávarréttarsúpuna sem í boði var í hádeginu borguðum við úr sameiginlegum sjóð og var hún mjög góð. Við í Ásbyrgi og Dvaló þökkum ykkur í Sæferðum fyrir frábæran dag og frábært boð í siglinguna og vil ég hvetja þá sem ekki hafa nýtt sér eyjasiglinguna að nýta tækifærið og skoða Breiðarfjörðinn með Sæferðarbátnum. Það er vel þess virði.

Takk fyrir mig og okkur

Jóhanna Ómarsdóttir