Takk fyrir stuðninginn

Þá hefur verið kosið í bæjarstjórnarkosningum 2018 og niðurstaðan liggur fyrir. Við í L-listanum erum að sjálfsögðu ekkert ánægð með okkar útkomu en við stefndum á að ná tveimur mönnum inní bæjarstjórn. Því miður munaði tveimur atkvæðum á að Ragnar Már Ragnarsson kæmi inní bæjarstjórn sem okkar annar maður.  Það verður missir af Ragnari úr bæjarstjórn með sína þekkingu, reynslu og nálgun.  Við töluðum skýrt í kosningabaráttunni  og verður auðvelt fyrir okkar bæjarfulltrúa, Lárus Ástmar Hannesson, að halda okkar málum á lofti.

Okkar stefna og von var að ekkert framboð næði hreinum meirihluta þannig að samvinna innan bæjarstjórnar yrði að vera meiri en verið hefur undanfarið kjörtímabil.

Við óskum bæjarfulltrúum H og O listans til hamingju og vonumst til góðs samstarfs því það eru hvorki framboð né frambjóðendur sem skipta mestu máli heldur bærinn okkar góði.

Ykkur sem greidduð okkur atkvæði þökkum við, af hjartans einlægni, fyrir stuðninginn.

Frambjóðendur L-listans