Miðvikudagur , 19. desember 2018

Þá er komið að því……Danskir dagar 2013

Það verður líf og fjör í okkar fallega bæ um helgina. Danskir daga með öllu sínu húllumhæi. 

Um helgina ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskrá hátíðarinnar eins með því að rölta á milli safna, gallerýa, verslana og matsölustaða. 

Það verður líf og fjör í okkar fallega bæ um helgina. Danskir daga með öllu sínu húllumhæi. 

Um helgina ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskrá hátíðarinnar eins með því að rölta á milli safna, gallerýa, verslana og matsölustaða. 

Hátíðarblað Danskra daga er komið í sölu og er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni og er nauðsynlegt inn á hvert heimili, hjólhýsi, fellihýsi eða tjald. Í blaðinu má finna dagskrá helgarinnar, nauðsynlegar upplýsingar fyrir gesti og heimamenn og pistla frá bæjarbúum. 

Hátíðarhelgin verður sannkölluð tónlistaveisla, tónleikar í kirkjunni á fimmtudagskvöldinu, kvöldskemmtun á föstudagskvöldinu þar sem Hólmarar á öllum aldri stíga á stokk, Brekkusöngur á laugardagskvöldinu og ekki má gleyma Páli Óskari sem mun punta upp á dagskrána ásamt því að spila hressandi tónlist fyrir dansglaða langt fram eftir nóttu. 

Þeir sem ætla að ná sér í góð sæti fyrir kvöldskemmtunina á föstudeginu með því að mæta tímanlega og grilla saman með öðrum gestum eru hvattir til þess að mæta með teppi, stóla og borð. Það er svo miklu skemmtilegra að borða grillmatinn við huggulegar aðstæður. 

Foreldrar, ömmur og afar þurfa svo að skríða fljótlega í rúmið eftir góða kvöldskemmtun, því Stubbahlaupið er alls ekkert grín.

Laugardagurinn er svo stútfullur af hinni bestu skemmtun og verður líf og fjör út um allan bæ.

Leikhópurinn Lotta á ferð um hátíðarsvæðið, Karnival, tónlist, Skottmarkaður, Markaðstjald og svo allt allt hitt sem gerir góða hátíð enn betri. 

Heimamenn og gestir eru minntir á að skrá sig í Pylsuátsmeistarakeppnina og Orkumesta Hólmarann,  

Á helgi sem þessari er það allra mikilvægasta að vera með bros á vör og gleði í hjarta, skemmta sér fallega og ganga vel um bæinn.

Undirbúningsnefndin hvetur heimamenn til þess að „go wild“ í dönskum skreytingum, því veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið.

Að lokum þakkar undirbúningsnefndin öllum þeim sem komið hafa að undirbúningi og skipulagi kærlega fyrir samstarfið. 

 

Njótum helgarinnar og höfum gaman saman. 

 

Undirbúningsnefndin.