Þakkarbréf

Að lokinni afmælishátíð Leikskólans í Stykkishólmi viljum við þakka öllum sem komu að skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd hennar. Við þökkum ykkur öllum sem komu og glöddust með okkur á afmælishátíðinni sjálfri fyrir komuna og góðar kveðjur. Við þökkum einnig góðar gjafir sem okkur bárust. Fyrst og fremst á allt starfsfólk leikskólans heiður skilinn fyrir undirbúning á afmælinu oft við flóknar aðstæður.
Afmælishátíðin hlaut styrki frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Vináttu- og stuðningsfélag St. Fransiskussystra og þökkum við kærlega fyrir það.

Við viljum sérstaklega þakka undirbúningsnefnd fyrir afmælið, félögum í Aftanskini fyrir aðstoð við kaffiveitingar, foreldrafélagi leikskólans, foreldraráði leikskólans og öllum foreldrum við leikskólann. Við þökkum Hótel Fransiskus fyrir lánið á gamla leiksalnum okkar þar sem við sungum og sýndum Malú, við þökkum íþróttahúsinu fyrir afnot af salnum fyrir íþróttaskóla.

Við þökkum Ægi Jóhannssyni fyrir lán á gömlum munum úr eigu Fransiskussystra, Fríðu B. Jónsdóttur þökkum við fyrir að koma og halda frábæran fyrirlestur um fjölmenningu. Ingu og Stínu þökkum við fyrir skemmtilegt myndakvöld og öllum sem komu og endurgerðu hópmynd frá leikskólanum. Við þökkum Berglindi skólastjóra Grunnskólans og Guðmundu fyrir alla aðstoð og sérstaklega þökkum við Ásdísi kennara 1. bekkjar fyrir lánið á börnunum og þeim Gunna Gunn., Kristbjörgu og Ragnheiði Hörpu þökkum við sérstaklega fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf.

Jóhönnu skólastjóra tónlistarskólans þökkum við fyrir lánið á salnum, Hólmgeir og Haffa fyrir skemmtilegt samstarf um Greppikló. Jón Pétur á miklar þakkir fyrir að koma og halda utan um dansinn, Kristínu R. Vilhjálmsdóttur þökkum við fyrir skemmtilega samvinnu um menningarmót. Ingibjörg Ágústsdóttir og Anna Reynis, takk fyrir að segja Gilitrutt, kenna okkur að kemba og spinna og vefa.

Við þökkum Maríu Kúld fyrir að halda dagskránni saman á afmælishátíðinni og sérstaklega þökkum við Theodóru Björk og Vigni Steini fyrir frábært innlegg. Stykkishólmsbær fær sérstakt þakklæti fyrir að styðja okkur með ráði og dáð. Anna Melsteð sem var í afmælisnefnd, varð svo framkvæmdastjóri og starfsmaður, reddari og rótari, innilegustu þakkir til þín.

En aðalþakklætið fá börnin í leikskólanum í Stykkishólmi frá árinu 1957 til dagsins í dag án þeirra væri engin saga og ekkert afmæli.

F.h. Leikskólans í Stykkishólmi, Sigrún Þórsteinsdóttir