Þakkir

IMG_2540Kæru bæjarbúar, ættingjar og vinir, um land allt.
Okkur hjónum og fjölskyldunni langar að þakka ykkur öllum sem samglöddust okkur 26 nóv s.l. á sjötugsafmæli Þorbergs á öðru heimili hans að Nesvegi 16 hér í bæ. Óhætt er að segja að það var okkur mikil gleði að hitta svo fjölmennan hóp vina á slíkri gleðistundu samankomna að fagna með okkur.
Um leið þökkum við ykkur innilega viðtökurnar á söfnunarreikningnum sem stofnaður var í tilefni afmælisins, vegna kaupa á Róbota fyrir Landsspítalan, sem safnað er fyrir á landsvísu. Ákveðið hefur verið að reikningurinn verði opin eitthvað áfram, en í næsta blaði Stykkishólmspóstsins mun verða birtur árangur söfnunarinnar eins og hann lítur þá út.
Þorbergur, Sesselja og fjölskylda.