Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Þökkum samstarfið Davíð

Davíð Sveinsson

Nú hefur Davíð Sveinsson, aðalmaður í bæjarstjórn í 24 ár, ákveðið af persónulegum ástæðum að draga sig í hlé frá störfum í bæjarstjórn Stykkishólms. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með Dabba og við bæjarbúar höfum notið góðs af hans störfum. Það er aldrei of lofað það starf sem einstaklingar leggja á sig fyrir okkar samfélag. Við samstarfsfólk Davíðs á þessum vettvangi viljum þakka honum fyrir samstarfið.

F.h. samstarfsfólks
Lárus Ástmar Hannesson