Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Tiltekt á leikskólanum

Í dag fimmtudag verður vinnudagur á leikskólanum. Þar sem foreldrum boðið að taka þátt í lóðarvinnu. Stefnt er að því að útbúa útieldhús fyrir börnin, slétta undirlag hjá rólum og fleira. Sigga Lóa mun aðstoða og leiðbeina foreldrum og bæjarstjórinn grillar pyslur ofan í svanga vinnumenn á lóðinni kl. 19.  Börn og fjölskyldur þeirra eru velkomin í grillið.

Þeir sem hyggjast taka þátt í þessu þarfa verki tilkynni sig til leikskólans í netfangið leikskoli@stykkisholmur.is