Tímaritið Stína


Tímaritið Stína, sem gefið er út í Stykkishólmi, hefur nú komið út í 13 ár og er fyrir löngu orðið vinsælasta og mestlesna bókmennta- og listatímarit landsins. Aprílheftið er nú komið í bókabúðir um land allt og er fjölbreytt að efni eins og endranær. Myndlistarverk Lilju Birgisdóttur vekja athygli og eitt af verkum hennar prýðir kápu ritsins. Ritstjórar Stínu eru þeir Guðbergur Bergsson, Kormákur Bragason og Kári Tulinius og eru þeir sem fyrr með athyglisvert efni. Kári Tulinius skrifar leiðara blaðsins að þessu sinni auk þess sem hann fjallar, í bókmenntarabbi sínu, um ljóðaþýðingar Kristjáns Árnasonar, „Það sem lifir dauðann af er ástin“ og ljóðabók Margrétatar Lóu Jónsdóttur: „Biðröðin framundan.“ Þá er birt úrval ljóða Þorsteins frá Hamri en hann lést á þessu ári. Af yngri höfundum sem eiga efni í ritinu má nefna: Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur, Stefán Sigurðsson, Láru Sturludóttur, Erlend S. Eyfjörð, Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur, Magnús Einarsson og Guðmund Magnússon í Garðinum. Af eldri höfundum má nefna: Bjarna Bernharð, Guðrúnu Hannesdóttur, Auði Styrkársdóttur og Hallfríði Ragnheiðardóttur. Að lokum má nefna ítarlega grein um skáldskap Steins Steinarrs eftir Pjetur Hafstein Lárusson.
Útgefandi: Mostrarskegg, Garðaflöt 2, Stykkishólmi. Netfang: kormakurb@gmail.com Nýir áskrifendur geta fengið eldri eintök á 600 krónur per eintak.

Fréttatilkynning