Tónfundir og Dagur tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Stykkishólms

Í næstu viku, dagana 18.-21. febrúar, verða haldnir sjö tónfundir í sal tónlistarskólans þar sem hver kennari kallar saman nemendur sína til að spila hver fyrir annan, foreldra, systkini og aðra gesti.

Í næstu viku, dagana 18.-21. febrúar, verða haldnir sjö tónfundir í sal tónlistarskólans þar sem hver kennari kallar saman nemendur sína til að spila hver fyrir annan, foreldra, systkini og aðra gesti. Eftir tónfundina verða valin flottustu atriðin til að spila á Degi tónlistarskólanna, 2-3 atriði frá hverjum kennara. Dagur tónlistarskólanna er laugardaginn 23. febrúar. Þann dag boðar tónlistarskólinn til tónleika í kirkjunni og hefjast þeir kl. 15:00. Á þeim tónleikum verða flutt þau atriði sem þóttu skara fram úr á tónfundum. Eftir tónleikana velur skólinn þau atriði sem send verða á Nótuna 2013, sem nú verður haldin á Ísafirði. Tónleikagestir fá að taka þátt í að velja atriðin sem skólinn sendir vestur. Nánar er hægt að lesa um þessa tónlistarveislu á heimasíðu skólans (www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn), en við minnum á að allir eru hjartanlega velkomnir á alla tónfundi og tónleika og enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri