Trú, von og pólitík

 

Þegar ég var um tvítugt skráði ég mig úr þjóðkirkjunni. Ekki af því ég hætti að trúa, heldur vegna þess að mér fannst við – heimsbyggðin – vera að nálgast viðfangsefnið á röngum forsendum. Hvað hafa mörg stríð verið háð í nafni friðar? Hvað hafa mörg ódæðisverk verið framin undir yfirskyni ákveðins trúarflokks? Ég tel mig engu að síður vera frekar trúaða, jafnvel mjög. Ég trúi á það góða, lífið og æðri máttarvald – sama hvaða nafni það nefnist. Trú er falleg í eðli sínu, en tilbúið kerfi í kringum hana bíður upp á misskilning, meting og erjur. Af því er ég ekki hrifin.

Pólitík og samvinna Ég tel mig vera með pólitískt hjarta og sennilega erum við öll með það. Hvatinn er að móta samfélagið á þann hátt sem við teljum vænlegast út frá okkar gildum, reynslu og sýn sem síðan er ólík eftir einstaklingum eins og gefur að skilja. Ég get þess vegna ekki skilið hvernig við högum pólitískri umræðu og alveg sérstaklega í aðdraganda kosninga. Ég sem áhugamanneskja um stjórnmál hlýt að fagna öllum þeim sem áhuga hafa á þessum sama málaflokki – stjórnmálum. Pólitík er falleg í eðli sínu, en það sama á við hana og trúna. Menningin og hefðin í kringum hana bjóða upp á misskilning, meting og erjur. Við erum að nálgast stjórnmál á röngum forsendum. Of mikil mannauður fer í eitthvað sem ekki skilar samfélaginu neinu til baka. Ég hef ofurtrú á samvinnu og tel hana alltaf vænlegri til árangurs en samkeppni.

 

Þegar ég var um tvítugt skráði ég mig úr þjóðkirkjunni. Ekki af því ég hætti að trúa, heldur vegna þess að mér fannst við – heimsbyggðin – vera að nálgast viðfangsefnið á röngum forsendum. Hvað hafa mörg stríð verið háð í nafni friðar? Hvað hafa mörg ódæðisverk verið framin undir yfirskyni ákveðins trúarflokks? Ég tel mig engu að síður vera frekar trúaða, jafnvel mjög. Ég trúi á það góða, lífið og æðri máttarvald – sama hvaða nafni það nefnist. Trú er falleg í eðli sínu, en tilbúið kerfi í kringum hana bíður upp á misskilning, meting og erjur. Af því er ég ekki hrifin.

Pólitík og samvinna

Ég tel mig vera með pólitískt hjarta og sennilega erum við öll með það. Hvatinn er að móta samfélagið á þann hátt sem við teljum vænlegast út frá okkar gildum, reynslu og sýn sem síðan er ólík eftir einstaklingum eins og gefur að skilja. Ég get þess vegna ekki skilið hvernig við högum pólitískri umræðu og alveg sérstaklega í aðdraganda kosninga. Ég sem áhugamanneskja um stjórnmál hlýt að fagna öllum þeim sem áhuga hafa á þessum sama málaflokki – stjórnmálum. Pólitík er falleg í eðli sínu, en það sama á við hana og trúna. Menningin og hefðin í kringum hana bjóða upp á misskilning, meting og erjur. Við erum að nálgast stjórnmál á röngum forsendum. Of mikil mannauður fer í eitthvað sem ekki skilar samfélaginu neinu til baka. Ég hef ofurtrú á samvinnu og tel hana alltaf vænlegri til árangurs en samkeppni.

Jöfn tækifæri

Ég hef verið spurð að því hvers vegna bændaelskandi atvinnurekandi kjósi Samfylkinguna. Því er auðsvarað. Mín pólitísku gildi eru að ég kýs út frá því sem ég tel best fyrir almannahag. Mér finnast sérhagsmunir ekki eiga heima í pólitík af neinu tagi. Fallegasta pólitíska hugsun er í mínum huga „jöfn tækifæri“. Við komum inn í þetta líf á ólíkum forsendum þar sem lífsgæðum og möguleikum er misskipt. Ef allir fengju svo sannarlega jöfn tækifæri til að skapa sér lífsgæði þá hlýtur samfélagið að blómstra, í nútíð og framtíð. Því trúi ég í það minnsta. Berum virðingu fyrir hvert öðru og ólíkum gildum. Áfram allir þeir sem áhuga hafa á stjórnmálum.

Hlédís Sveinsdóttir

Höfundur er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi