Miðvikudagur , 19. desember 2018

Umferðarhraðinn í Stykkishólmi

Svava heiti ég og erum við fjölskyldan nýflutt í Stykkishólm frá Selfossi. Til að þið áttið ykkur á því hver ég er þá er ég tengdadóttir Eggerts og Helgu en Elvar Már sonur þeirra er maðurinn minn. Við erum ofsalega ánægð hér og líkar okkur mjög vel. En það er eitt atriði sem ég er ekki sátt við. Við búum í Tjarnarási og mér virkilega blöskrar hversu hratt allir keyra hér í gegn. Nú er hámarkshraði 35 km í Stykkishólmi og hefði ég haldið að það ætti við um öll hverfin í bænum og svo virðist vera að það ætti ekki við hér í þessari götu því hér virðast allir keyra vel yfir 35 km hraða og keyra í gegn eins og þeir séu í sínum eigin heimi og átti sig ekki á því að hér búa börn í hverfinu.

Svava heiti ég og erum við fjölskyldan nýflutt í Stykkishólm frá Selfossi. Til að þið áttið ykkur á því hver ég er þá er ég tengdadóttir Eggerts og Helgu en Elvar Már sonur þeirra er maðurinn minn. Við erum ofsalega ánægð hér og líkar okkur mjög vel. En það er eitt atriði sem ég er ekki sátt við. Við búum í Tjarnarási og mér virkilega blöskrar hversu hratt allir keyra hér í gegn. Nú er hámarkshraði 35 km í Stykkishólmi og hefði ég haldið að það ætti við um öll hverfin í bænum og svo virðist vera að það ætti ekki við hér í þessari götu því hér virðast allir keyra vel yfir 35 km hraða og keyra í gegn eins og þeir séu í sínum eigin heimi og átti sig ekki á því að hér búa börn í hverfinu. Ég tala nú ekki um það að hér er leikskóli og rölta foreldrar hér í gegn þegar þau eru að sækja börnin sín þangað. T.d núna er leikskólinn lokaður og eru mörg börn sem fara þangað til að leika sér og erum við íbúar í Tjarnarási alveg á nálum þegar þau eru að fara yfir götuna og bílar nálgast á miklum hraða. Hér þyrfti að setja hraðahindranir til að hægja á umferð í þessu hverfi og skora ég á bæjarfélagið til að kanna þau mál.

Með þessari grein vona ég að íbúar Stykkishólmsbæjar fari að hugsa sinn gang þegar þið eruð að keyra hér í gegn og virði hámarkshraðann. Ég get sagt ykkur það að unglingarnir eru ekki verstir.

Með fyrirfram þökk og von um góð viðbrögð.

Svava Pétursdóttir