Umsóknir um skólavist

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólann að hausti, þurfa að hafa borist fyrir 1. maí. Úthlutun leikskólavistar fer fram í maí hvert ár. Umsóknareyðublöð má finna í leikskólanum og á heimasíðu Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is undir „eyðublöð“.
Skráningar – og innritunarreglur eru aftan á umsóknareyðublaðinu.

Leikskólinn í Stykkishólmi