Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins verður haldin laugardaginn 28. september í íþróttahúsi Snæfellsbæjar klukkan 11:30. Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, bestu og markahæstu leikmenn á liðnu sumri. Leikmenn Pepsideilarliðs Víkings sjá um að veita krökkunum viðurkenningarnar.

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins verður haldin laugardaginn 28. september í íþróttahúsi Snæfellsbæjar klukkan 11:30. Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, bestu og markahæstu leikmenn á liðnu sumri. Leikmenn Pepsideilarliðs Víkings sjá um að veita krökkunum viðurkenningarnar.

Iðkendum verður einnig boðið til pylsuveislu sem verður í umsjón stjórnar Snæfellsnessamstarfsins og hvetjum við alla knattspyrnuiðkendur samstarfsins til að mæta. Í kjölfarið fer fram leikur Víkings og Vals á Ólafsvíkurvelli í Pepsi deild karla.