Uppskrift 03.11.16

askorandi-mataruppskriftÞessi réttur sem ég ætla að deila með ykkur er svona minn uppáhaldsréttur, hann er afskaplega hollur og bragðgóður. Síðan skemmir ekki fyrir að þessi uppskrift er stór og því tilvalið að setja afganga í passlega skammta og frysta.

 

Grænmetisréttur:

3 meðalstórar sætar kartöflur

1 rauðlaukur

6-8 hvítlauksrif, pressuð

Grænmeti til dæmis brokkoli, blómkál, gulrætur, paprika, sellerý eða það sem til er hverju sinni.

1 bolli kínóa, má líka nota bygg eða hrísgrjón

1 dós baunir, nýrnabaunir eða kjúklinga/svartar

1 dós niðurskoðnir tómatar með basilku og hvítlauk

1 dós kókosmjólk

Chillisósa eða tómat paste

Vatn

Krydd: 2 grænmetisteningar, salt, paprikukrydd, salt, svartur pipar, chilli krydd. Garam masala.

Kartöflur, laukur og grænmetið er skorið smátt og steikt saman í olíu í ca. 5 mín. Restin látin út í pottinn og látið malla við vægan hita í ca. 40 mín. Síðan er bara að smakka og bragbæta eftir þörfum. Mér finnst got að hafa með þessu linsoðið egg og salat eða gott brauð.

 

Síðan ætla ég að láta fljóta með uppskrift að marengstertu sem er mjög góð og upphaldið hennar Mæju tengdó.

4 eggjahvítur

15o gr. púðursykur

100 gr. suðusúkkulaði

100 gr. döðlur

Eggjahvítur og sykur þeytt mjög vel. Súkkulaði og döðlur skorið smátt og bætt saman við deigið. Bakað við 120°í 50-60 mín.

Á milli botnanna er sett þeyttur rjómiog fersk jarðaber. Ofan á tertuna er settur þeyttur rjómi, brætt súkkulaði sem er látið leka yfir og fersk jarðaber.

Hún Líney Ben vinkona mín sem býr í Svíðþjóð ætlar að koma með uppskrift af einhverju gómsætu fyrir ykkur í næsta blaði.

Guðbjörg Valsdóttir