Uppskrift 10.11.16 – Lasagna og Silvíu drottningarkaka

Lasagna og Silvíu drottningar kaka

uppskGugga vinkona skoraði á mig að koma með uppskrift og ákvað ég að láta slag standa og bjóða ykkur uppá lasagna. Þessi uppskrift hefur verið í miklu uppáhaldi hjá minni fjölskyldu. Það er tilvalið að gefa sér góðan tíma og elda extra mikið því rétturinn er jafnvel betri næsta dag.

Lasagna

1 kg. nautahakk

1 stór dós af hunts four cheese pasta sauce ( stór dós )

2 bréf af rauðvínssósu

1 bréf af spagettisósu

(1 bréf af tómate pastasósu … ef þið viljið hafa lasagna extra bragðmikið) .

Nautahakkið er þurrsteikt á pönnu, allur vökvi í burtu, sósum bætt við og þetta látið malla í góðan tíma, því lengur því betra.

Sósa

Sósan er uppstúfur með olíu og hveiti, búið til hveitibollu, mjólk sett út í. Kryddað með slati, pipar og smá tómatpurre, slatta af parmesan osti og slatta af rifnum osti ( smekks atriði)

Svo er raðað í eldfastmót. Ég bleyti lasagnaplöturnar í köldu vatni í c.a 10-15 mín. Lasagnaplötur, sósa og svo hakksósan. Á milli laga strái ég parmesan osti og rifnum osti. Leggið 3 lög og svo vel af osti ofaná síðasta lagið.

Eldað í ofni við 180-200°C í c.a 35-40 mín eða þangað til að osturinn er vel bakaður.

Meðlæti : Hvítlaukssnittubrauð og gott sallat.

 

Silvíu drottningar kaka

Þessa köku bragðaði ég fyrst á eftir að ég flutti út og er hún mjög góð og einföld. Þessi kaka er víst uppáhald Silvíu drottningar og margra annara í Svíþjóð.

Uppskrift

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Glassúr

  • 75 gr smjör
  • 1 dl sykur (eða flórsykur)
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 eggjarauða
  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.

Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

 

Ég ætla að gefa boltann til Kristínar Sigurðardóttur sjúkraliða og Noregsfara að koma með eitthvað gómsætt handa ykkur.

Kærar kveðjur frá Sverige

Líney Benediktsdóttir