Uppskrift 11.05.17 – Hjónabandssæla með hindberjasultu

Innihald:

  • 2 dl spelt
  • 2 dl haframjöl
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1/2 dl sólblómafræ
  • 1 dl kókospálmasykur
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 180 gr mjúkt smjör
  • 1 egg
  • 250 gr hindberjasulta frá St. Dalfour

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.
Setjið þurrefnin öll saman í skál, blandið svo eggi og smjöri saman við.

Takið 2/3 af deiginu og þrýstið í eldfast mót, smyrjið sultunni á og setjið svo afganginn af deiginu yfir.

Bakið í 35-40 mínútur.

Best volg með þeyttum rjóma eða ís.

Skora svo á frænku mína Arndísi Höllu Jóhannesdóttur.

-Guðný