Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Uppskrift vikunnar: Möndlukaka

Mig langar að deila með ykkur uppskrift af möndluköku sem klikkar aldreiog strákarnir mínir elska.

Möndlukaka

75 gr smjör

1 dl sykur

2 egg

2 1/2 dl hveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 tsk möndludropar

1 dl mjólk

Hitið ofninn í 170°. Hrærið saman smjöri og sykri þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið svo vel þar til deigið verður slétt og kekkjulaust. Setjið deigið í smurt bökunarform (ég notaði 22 cm form til að fá kökuna aðeins hærri) og bakið í ca. 20 – 25  mínútur. Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr 

3 dl flórsykur

1 msk heitt vatn

1 msk Ribena sólberjasafi

Blandið vatni og Ribena sólberjasafanum saman. Hrærið flórsykur og djúsblöndu saman þar til hún er kekkjalaus. Hellið kreminu yfir kökuna og berið fram. Flott er að strá smá skrautsykri yfir til að gera hana flottari.

Svo langar mig að skora á hana systir mina Margréti Hildi Ríkharðsdóttir sem er búsett í Noregi til að koma með einhverja gómsæta uppskrift.

Jóhanna María Ríkharðsdóttir