Uppskrift vikunnar

Í þessari viku ætlar Guðfinna Rúnarsdóttir að gefa okkur uppskrift.

Fjölskyldusæla

Í þessari viku ætlar Guðfinna Rúnarsdóttir að gefa okkur uppskrift.

Fjölskyldusæla

150 gr gróft spelt

150 gr haframjöl

50 gr hrásykur, pálmasykur (ég nota púðusykur)

180 gr smjör

2 dl rabbarbarasulta

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður

2. Blandið öllum þurrefnum í skál

3. Bræðið smjörið og blandið við þurrefnin með skeið og svo með höndunum

4. Þjappið 3/4 af deiginu i eldfast kökuform

5. Setjið sultuna ofan á og myljið afganginn af deiginu ofan á

6. Bakið í 30 mín

Þessi sæla er súper einföld, fjótleg og góð

Við skorum á Elísabetu Valdimarsdóttur til að senda okkur uppskrift af einhverju gúmmelaði í næstu viku.

7. bekkur GSS