Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Laugardaginn 20. maí 2006 voru nemendur brautskráðir í annað sinn frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þá voru brautskráðir fjórir stúdentar, þrír af félagsfræðabraut og einn með viðbótarnám til stúdentsprófs

Laugardaginn 20. maí 2006 voru nemendur brautskráðir í annað sinn frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þá voru brautskráðir fjórir stúdentar, þrír af félagsfræðabraut og einn með viðbótarnám til stúdentsprófs.

Berghildur Pálmadóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku frá Eddu-miðlun og Fanný Lilja Hermundardóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfærði frá KB-banka og verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi frá sveitarfélögunum sem standa að skólanum, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ.

 

Nemendur úr skólanum og úr tónlistarskólum Grundarfjarðar og Stykkishólms fluttu tónlist við útskriftarhátíðina. Ólöf Rut Halldórsdóttir úr Tónlistarskóla Grundarfjarðar flutti Dúett fyrir þverflautur ásamt Alexöndru Sukhova, kennara sínum og Hilmir Snær Kristinsson úr Tónlistarskóla Stykkishólms flutti Gítaræfingu nr. 7 eftir Carcassi.

 

Eftir útskriftarathöfninni lauk var gestum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði skólans.