Vangaveltur um töluleik í bundnu máli

Hannssynir báðir tveir
áttu að gera meira.
Úr sýndarmennsku þurftu þeir
margvíslegt að leysa.

Ef Lárus hefði aftur keypt
vatnið okkar góða.
Hinir skildu ekki neitt
þeir voru bara sóðar.

Ef L-ið fær jafnlangan tíma
og D-ið hafði áður.
Þá mun loksins aftur skína
ljós frá okkur báðum.

Ef við gerum eitthvað sjálf
hættum allt að kaupa.
Eltum ekki gylltan kálf
sem löngu er búið að gleypa.

Vona ég fái meira og
fleira að heyra bráðum.
Nærum á því viskugeirann
verðum engum háðir.

Með ósk um betri tíð með blóm í haga,

theodoru

Einn er deli í þeim kór,
áfram gengur ekki stór.
Kjaftaglaður miðjumjór,
maðurinn heitir: _______