Vantar aukaleikara í stuttmynd

MjaldurAndri Már nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands er  að fara í tökur á útskriftarmynd sinni í Stykkishólmi 23-26. apríl og er að leita að aukaleikurum í myndina.
Með aðalhlutverk fer Theodór Júliusson (Eldfjall, Mýrin og Englar alheimsins) en það vantar í tvö hlutverk:

A. 40-50 ára karlmann til að leika tryllukall og góðan vin Hafliða (Theodór)
B. 60ára + kvenmann til að leika nágrannakonu í glugga.
C. 20ára + bæði kyn, til að vera aukaleikarar og statistar í mynd.

Því miður eru engin laun, en flottur og skemmtilegur hópur og veitingar í boði á setti.

Andri Már kemur í Stykkishólm á morgun til að skoða aðstæður, redda gistingu og ákveða staðsetningar fyrir myndina.
Mjaldur er útskriftarverk Andra Már Halldórssonar frá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2015.
Hafið og ævintýraþrá spila stórt hlutverk í ljóðrænni og fallegri sýn inn í lítið sjávarþorp. Nótt eina berast dularfull skilaboð í gegnum talstöð eldri sjómanns.
Með aðahlutverk fer Theodór Júlíusson og eru tökur 23. – 26. apríl í Stykkishólmi.
Myndin er svo frumsýnd 19. maí í Bíó Paradís. Í kjölfarið verður myndin send á stuttmyndahátíðir.
Nánari upplýsingar:
andrihalldorsson@kvikmyndaskoli.is S: 865-5409
aronleifsson@kvikmyndaskoli.is S: 899-0188