Vel heppnað kjördæmisþing

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fór fram laugardaginn 17.11. s.l. á Hótel Varmahlíð og var vel sótt.

Eggert Herbertsson Akranesi var kosinn formaður stjórnar kjördæmisráðs, Guðmundur Haukur Sigurðsson í Húnaþingi vestra gjaldkeri og Ragnhildur Sigurðardóttir Snæfellsbæ ritari. Fráfarandi stjórn kynnti tillögu að dagskrá flokksstarfsins á kjördæmisvísu og eftir stjórnmálaumræðu voru samþykktar ályktanir. Á þinginu var góður starfsandi og kom fram í máli margra að starfsgleði einkenni það hvernig Samfylkingarfólk tekst á við aukna ábyrgð í íslenskum stjórnmálum.