Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Vel heppnað riffilmót

Um síðustu helgi fór fram árlegt 17. júnímót Skotfélags Snæfellsness á æfingasvæði félagsins.  Þetta var í þriðja skipti sem þetta mót var haldið og var þátttakan mjög góð. Sex gestakeppendur tóku þátt í mótinu, en við fengum góða gesti frá Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi í heimsókn og 3 keppendur komu frá Skotfélagi Vesturlands í Borgarnesi.  Keppt var í tveimur flokkum og veitt voru verðlaun bæði í karla- og konuflokki.  Mótið heppnaðist vel í alla staði og það er ljóst að þetta mót er komið til að vera.

Hægt er að lesa meira um mótið á heimasíðu félagsins www.skotgrund.123.is

Skotfélag Snæfellsness