Miðvikudagur , 19. desember 2018

Velunnarar St. Franciskusspítala safna undirskriftum

Kæru Hólmarar og nærsveitungar. 

Á næstu dögum munu nokkrir af velunnurum St. Franciskusspítala ganga í hús og safna undirskriftum við eftirfarandi áskorun til stuðnings Sjúkrahúsinu, sem verða síðan afhentar ráðamönnum.

Kæru Hólmarar og nærsveitungar. 

Á næstu dögum munu nokkrir af velunnurum St. Franciskusspítala ganga í hús og safna undirskriftum við eftirfarandi áskorun til stuðnings Sjúkrahúsinu, sem verða síðan afhentar ráðamönnum.

„Áskorun til velferðaráðherra, alþingismanna Norðvesturkjördæmis og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.    

Við undirrituð, velunnarar Sjúkrahússins í Stykkishólmi, skorum á velferðaráðherra, alþingismenn Norðvesturkjördæmis og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands  að tryggja rekstur sjúkrahússins og mótmælum því jafnframt að sjúkrahúsið skuli hafa verið lokað vikum saman. 

Frá því að St. Franciskusreglan  stofnaði sjúkrahúsið fyrir nærri áttatíu árum hafa sjúklingar og aðstandendur þeirra getað treyst á almenna sjúkrahúsþjónustu í Stykkishólmi og að þjónusta við aldraða sjúklinga væri til staðar á sjúkrahúsinu. Lokun sjúkrahússins hefur því komið sér afar illa fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og valdið röskun sem ekki er hægt að sætta sig við. 

Með undirritun þessarar yfirlýsingar viljum við lýsa yfir stuðningi við starfsfólk sjúkrahússins og væntum þess að starfseminni verði tryggðir þeir fjármunir sem þarf til þess að rekstur sjúkrahússins megi styrkjast í þágu þeirra sem sjúkir eru og þarfnast lækninga og hjúkrunar sem veita má hér á staðnum. Jafnframt er hvatt til þess að rekstur heilsugæslustöðvarinnar og hinnar rómuðu starfsemi Háls-og bakdeildar, sem sinnir sjúklingum úr öllum landshlutum, verði tryggður með sérstökum fjárveitingum.   

Velunnarar St. Franciskusspítala, Stykkishólmi“