Vg er hallærislegur stjórnmálaflokkur!

Sem áhugamaður um stjórnmál og einstaklingur með tiltölulega mótaðar skoðanir á hvernig ég tel að samfélagið eigi að virka finnst mér nauðsynlegt að skoða t.d. eftirfarandi grunn þætti samfélags.  Grófa flokkunin er:  hvar á að sækja tekjur, í hvað eiga tekjurnar að fara, hvernig eigum við að hugsa um hvort annað og landið okkar, hvernig eigum við að nýta landið. Er aðgengi að grunnþjónustu á jafnræðisgrunni óháð efnahag?

Undanfarna daga hef ég verið á þeytingi um héruð, skoðað svæði, fyrirtæki og spjallað við fólk.  

Sem áhugamaður um stjórnmál og einstaklingur með tiltölulega mótaðar skoðanir á hvernig ég tel að samfélagið eigi að virka finnst mér nauðsynlegt að skoða t.d. eftirfarandi grunn þætti samfélags.  Grófa flokkunin er:  hvar á að sækja tekjur, í hvað eiga tekjurnar að fara, hvernig eigum við að hugsa um hvort annað og landið okkar, hvernig eigum við að nýta landið. Er aðgengi að grunnþjónustu á jafnræðisgrunni óháð efnahag?

Undanfarna daga hef ég verið á þeytingi um héruð, skoðað svæði, fyrirtæki og spjallað við fólk.  

Einn ágætur sagði þegar ég var að tala við hóp  af körlum á Akranesi:  Þið hjá Vg eruð svo hallærisleg, þið seljið ekki með þessu moði sagði hann og svo var hann farinn. Á leiðinni heim fór ég að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið rétt hjá karli.  Niðurstaðan var að líklega væri þetta rétt hjá kappanum.  Við viljum til dæmis að þeir sem mest hafa leggji mest af mörkum en ekki öfugt, endalaust væl um að passa beri náttúruna, höfnum „stórkostlegum“ stórframkvæmdum til álversuppbyggingar þar sem hvert starf kostar 700 milljónir og litlar tekjur koma af bröltinu, tókum af forréttindi þingmanna til lífeyrisréttinda, breyttum því að nú eru hæstaréttardómarar, Seðlabankastjóri og útvarpsstjóri faglega ráðnir en ekki pólitískt, komum á fót strandveiðum og viljum efla þær enn frekar, opnuðum á veiðar smábáta á síld og makríl og viljum auka þar við, viljum klára endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, viljum að auðlindir þjóðarinnar verði skilyrðislaust í þjóðareign, komum ríkissjóði úr 216 milljarða halla í nánast núll á aðeins fjórum árum, verðbólgunni úr um 20% niður fyrir 5%, atvinnuleysi úr rúmum 9% niður fyrir 5% endalaust jafnréttistal, við t.d. viðurkenndum sjálfstæði Palestínu.  Leggjum áherslu á skapandi greinar og fjölbreytni við í atvinnuuppbyggingu, höfum alla tíð haft mikla trú á ferðamannaiðnaðinum og lagt þar vel í.  Ekki er þessi listi nálægt tæmdur en læt hér staðar numið. 

Við erum ekki með nein óábyrg loforð um skuldaniðurfellingu, sem nýtist að stærstum hluta hátekjufólki á suðvestur horninu og lofum heldur ekki neinum skattalækkunum og viljum nota þá peninga sem umfram verða á næstu árum til að efla velferð. Hinsvegar ef svigrúm verður til skattalækkana verður lögð áhersla á tekjulægstu hópana.

Formaðurinn okkar er fínbyggð kona með greindarvísitölu uppá 130 og er ekki einu sinni hrokafull. 

Líklega erum við sem styðjum Vinstrihreyfinguna grænt framboð nokkuð hallærisleg en ég ætla að halda því áfram þó ekki væri nema vegna barnanna minna.

Það er nefnilega nokkuð bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og vonandi ber okkur gæfa til að halda áfram á þeirri skynsamlegu braut sem vörðuð hefur verið frá hruninu.  

Takk fyrir lesturinn

Lárus Ástmar Hannesson 

skipar 2.sæti Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Norðvestur kjördæmi.