Viðbót við grein mína í síðasta blaði

Í síðasta tbl. Stykkishólms-Póstsins segi ég: “Einnig held ég að það væri afskaplega gott fyrir þá sjálfstæðismenn sem eru að spjara sig vel, að geta sýnt fram á að þeir séu að gera það af eigin rammleik”.

Í síðasta tbl. Stykkishólms-Póstsins segi ég:  

„Einnig held ég að það væri afskaplega gott fyrir þá sjálfstæðismenn sem eru að spjara sig vel, að geta sýnt fram á að þeir séu að gera það af eigin rammleik“.  

Ætlunin með þessari setningu var alls ekki að halda því fram að sjálfstæðismenn í eigin rekstri nytu sérstakra fyrirgreiðslna, heldur hitt að mér finnst þeir alltof oft ekki njóta sannmælis því svo margir setji spurningamerki við velgengni þeirra sem hægt er að tengja við Sjálfstæðisflokkinn.  Ég vil að það njóti sannmælis!   Ég vil ekki að hægt sé að „útskýra” velgengni þeirra með einhverjum valdaklíkusamsæriskenningum. Ég held reyndar að þvert á móti þá líði fólk oft á tíðum fyrir þessi tengsl!  Ég sé samlíkingu í skólastofu þar sem kennari kennir sínu eigin barni.  Það þarf sterkan kennara til að passa að hans eigið barn fái jafnmikla sinningu og önnur börn í bekknum. Tilhneigingin er að sinna því minna til að vera örugglega viss um að það sé ekki verið að hygla því á kostnað hinna.

            Ég árétta því þá skoðun mína að það sé gott fyrir alla, og ekki síst sjálfstæðismenn sem þurfa að sitja undir þessum ámælum, að breyta til í meirihlutamálum og kveða þannig niður þessar raddir. Það er nefnilega þannig að það er mun auðveldara að koma af stað kjaftasögum heldur en að stoppa þær, þær eru oft lífsseigar þótt enginn fótur sé fyrir þeim!

                                                 
                                                                                
Bestu kveðjur

                                                                                 Elín Bergmann Kristinsdóttir