Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Viðburðarsumar Frystiklefans í Rifi

Þann 1. júní næstkomandi hefst 90 daga viðburðarmaraþon í Frystiklefanum í Rifi. Á dagskránni í sumar verða meðal annars söngleikurinn Journey to the centre of the earth, gestaleiksýningin Purgatorio, Kvikmyndin Hrútar og fjöldinn allur af tónleikum. Ber þar helst að nefna Mugison, Valdimar, Jónas Sig & Ritvélar Framtíðarinnar og síðast en ekki síst tónlistarhátíðina Rafmagnslaust í Rifi sem haldin verður 1. og 2. september og markar lokapunkt viðburðasumarsins. Hér er um að ræða risavaxið verkefni í menninarlífi landsins. Við vonumst til þess að enginn láti sig vanta á Snæfellsnesið í sumar.

Kári Viðarsson
Eigandi og listrænn stjórnandi Frystiklefans í Rifi