Viðgerð á þökum kirkjunnar

Mánudaginn 26.06.2017 komu á svæðið til að hefjast handa við viðgerðir á þökum kirkjunnar okkar menn frá Fagþaki ehf., með þá feðga Jón Inga Sigurðsson og Jóhann Jónsson í broddi fylkingar.

Veðrið var gott, hægur vindur með nokkrum rigningardropum og sól. Þannig var veðrið og þaðan af betra til 12.07. en þá ringdi og ringdi fram á miðjan dag, sóknarnenfdin var á rigningar vakt frá miðjum morgni til kvölds eða þar til búið var að loka því þaki sem verið var að vinna með þann dag þeir þurftu svo að hverfa á braut 21.07.2017.
En síðan þá hefur ekki lekið dropi inn í kirkjuna.

Þar sem það var meiri vinna við þakið og frárennslið en haldið var við úttekt, dróst verkið nokkuð, þeir kláruðu því allt það helsta og yfirgáfu okkur þar til þeir komu svo í tvo daga þann 2.-3.10. sl., nú eigum við eftir að fá iðnaðarmenn til að leggja rennur frá þökunum.

Í ljós kom við þessar aðgerðir að kórglugginn er ónýtur, hann verður að endurnýja, en við erum búin að láta meta þetta og taka út og bíðum eftir tilboðum í nýjan glugga. Þegar það verður klárt og við ráðumst í það verkefni koma Fagþaksmenn aftur og ganga endanlega frá í kringum nýjan glugga og taka þeir þá einnig framþak kirkjunnar, þar hefur aldrei lekið og fannst þeim því ákjósanlegt að geta tekið það um leið og gengið verður frá í kringumn nýjan kórglugga.

Öll hádegi fóru þeir í mat á Skúrinn, en kvöldin dreyfðust á þá greiðasölustaði sem við búum yfir hér í bæ sem allir tóku okkur vel og styrktu kirkjuna ómetanlega með því að gefa okkur þessar máltíðir sem voru fyrir 4-6 menn þann tíma sem Fagþaksmenn voru hér, að undanskildum nokkrum máltíðum sem sóknarnefndin stóð fyrir. Bakaríið gaf okkur kaffibrauð á móti því sem sóknarnefndin bakaði og lagði til. Stykkishólmsbær styrkti okkur meðal annars með því að þeir gátu farið í sund að loknum

hverjum vinnudegi, þeir gerðu sér að góðu að gista í kirkjunni og fengum við lánaða bedda og dýnur sem sett var upp í fundarherbergi og kaffistofu kórsins. Ekki þarf að taka það fram að það sparaði okkur skildinginn að þeir voru sáttir við þetta.

F.h. sóknarnefndar Stykkishólms, Áslaug I. Kristjánsdóttir