Vinnustaðanám


Sú nýung er í skólastarfinu í vetur að bjóða upp á valgreinina „Á vinnumarkaði“ í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í Stykkishólmi. 12 nemendur í 8. – 10. bekk stunda þetta nám.

Þeir mæta þangað í eins konar starfsþjálfun í tvö skipti í senn.
Þetta hefur reynt á sjálfstæði og dug enda fannst sumum áskorun á að mæta ein síns liðs á hvern stað. Samstarfsaðlilum eru færðar bestu þakkir en þeir eru Ágústsson ehf., Dekk og smur, Hótel Fransiskus, Sæferðir, Bónus, Hárstofan, Olís, Ásbyrgi, Leikskólinn, Dvalarheimilið, Fosshótel og Marz.

Lilja Írena Guðnadóttir GSS