Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Virðing

Það var skemmtilegt að finna það traust sem ég fékk frá fólki innan H-listans þegar mér var boðið að vinna með þeim að málefnum Stykkishólms. Margir hafa komið að orði við mig og spurt hvort ég ætli að henda mér í pólitíkina. Allt í lífinu er pólitík þó svo að margir sjái hugtakið sem neikvæða mynd þá sé ég þetta sem jákvætt orð um að bæta hag okkar allra en ekki afmarkaðs hóps.
Í starfi mínu í grunnskólanum hef ég komist að því að virðing er eitt besta hugtak sem ég hef notast við. Ég geri mér grein fyrir því að stundum er fólk ósammála en ég lít ekki á það sem vandamál heldur verkefni til þess að leysa. Að bera virðingu fyrir náunganum og bæjarfélaginu verður mitt helst verkefni. Með því að bera virðingu fyrir náunganum þá færðu nánast alltaf þá virðingu til baka skuldlaust. Við í H-listanum ætlum að virða skoðanir annara og reyna að finna bestu lausnina fyrir okkur Hólmara, vegna þess að jú við erum að reyna að bæta okkar frábæra bæjarfélag. Það verður án efa skemmtilegt verkefni að vinna með nýja framboðslistanum Okkar Stykkishólmur þar hitti ég fyrir minn besta vin, bekkjarsystir, góða félaga, fjölskyldumeðlimi, samstarfskonu, fyrirverandi nemanda og fleira gott fólk. Það eitt segir mér að við ættum án efa að geta unnið saman. Ég trúi og vona að allir horfi fram á veginn og reyni að halda bænum í þeirri sókn sem hann hefur verið í síðustu ár.
Við þurfum án efa að vinna að mörgum málefnum sem koma að öllum bæjarbúum, mig langar að hvetja fólk til þess að vera opið fyrir málefnavinnu í þágu bæjarins. Verum dugleg að koma hugmyndum okkar á framfæri og saman getum við unnið að enn betri Stykkishólmi.

Gunnlaugur Smárason
2. sæti H-listans